top of page

Aðgerðaráætlun átaksverkefnis kynnt

Updated: Jun 26, 2023



Rúmt ár er síðan ráðist var í átak að auka nýliðun kvenna í upplýsingatækni. Fulltrúar fyrirtækja, menntastofnanna og samtaka sem starfa á einn eða annan hátt í upplýsingatækni sammæltust um að bregðast þyrfti við þeirri staðreynd að konur væru einungis fjórðungur starfsfólks í upplýsingatæknistörfum á Íslandi. Síðan þá hefur átaksverkefni Vertonet verið fjármagnað, mannað og hafið og nú er kominn tími til að deila afrakstri verkefnisins.


Nýlega fór fram átaksviðburður í húsakynnum Íslandsbanka fyrir hagaðila verkefnisins.


  • Ásdís Eir Símonardóttir sá um fundarstýringu.

  • Anna Signý Guðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri Kolibri sagði frá árangri þeirra við að jafna kynjahlutfall fyrirtækisins.

  • Ólafur Sveinn Jóhannesson, deildarstjóri markaðs- og kynningardeildar Tækniskólans, kynnti verkefnið Kvennastarf

  • Verkefnastjóri átaksins Rósa Stefánsdóttir kynnti niðurstöður og aðgerðaráætlun.

  • Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra hvatti fulltrúa atvinnulífsins til að halda áfram að styrkja átaksverkefnið. Ráðuneytið mun vinna með Vertonet að framkvæmd ákveðinna aðgera sem kynntar voru.


Vilt þú og þinn vinnustaður leggja málinu lið? Kynntu þér málið hér https://www.vertonet.is/ataksverkefni-vertonet

50 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page