top of page

Um okkur

Vertonet eru samtök kvenna og kvára í upplýsingatækni á Íslandi

 

Markmið samtakanna er að skapa vettvang fyrir konur og kvár til að tengjast, fræðast, styðja hvert annað og síðast en ekki síst að auka fjölbreytileika í greininni.

Vertonet er samskeyti tveggja orða, verto, sem er latneska orðið fyrir umbreytingar, og net, sem stendur fyrir tengslanet.

Viðburðir og verkefni

Vertonet heldur margvíslega viðburði í samstarfi við helstu upplýsingatæknifyrirtæki á Íslandi og stendur fyrir verkefnum sem stuðla að því að auka fjölbreytileika í upplýsingatækni.

Viðburðirnir gefa meðlimum tækifæri á að stækka tengslanetið, kynnast helstu fyrirmyndum í geiranum og fá innblástur og fræðslu. 

Samfélagið okkar

Meðlimir Vertonet eru um 1000 talsins og samanstanda af konum og kvár sem starfa í upplýsingatækni eða hafa áhuga á greininni.

 

Með því að gerast meðlimur samtakanna færð þú aðgang að þeim viðburðum sem samtökin standa fyrir og upplýsingar um stöðu þeirra verkefna sem samtökin koma að.

Samstarf og áhrif

Vertonet hefur einnig staðið fyrir stærri verkefnum með áherslu á að auka fjölbreytileika í greininni í samstarfi við helstu upplýsingatæknifyrirtæki og menntastofnanir á Íslandi. 

Stjórn Vertonet 2025-2026

Kosin á Aðalfundi félagsins þann 8. maí 2025

bottom of page