top of page

Hvað er Vertonet?

Vertonet er samskeyti tveggja orða, verto, sem er latneska orðið fyrir umbreytingar, og net, sem stendur fyrir tengslanet.

 

Vertonet eru samtök kvenna og kvára í upplýsingatækni á Íslandi. Markmið samtakanna er að skapa vettvang fyrir konur og kvár til að tengjast, fræðast, styðja hvert annað og síðast en ekki síst að auka fjölbreytileika í greininni. Vertonet heldur margvíslega viðburði í samstarfi við helstu upplýsingatæknifyrirtæki á Íslandi og stendur fyrir verkefnum sem stuðla að því að auka fjölbreytileika í upplýsingatækni.

 

Meðlimir Vertonet eru um 1000 talsins og samanstanda af konum og kvár sem starfa í upplýsingatækni eða hafa áhuga á greininni. Með því að gerast meðlimur samtakanna færð þú aðgang að þeim viðburðum sem samtökin standa fyrir og upplýsingar um stöðu þeirra verkefna sem samtökin koma að. Viðburðirnir gefa meðlimum tækifæri á að stækka tengslanetið, kynnast helstu fyrirmyndum í geiranum og fá innblástur og fræðslu. 

 

Vertonet hefur einnig staðið fyrir stærri verkefnum með áherslu á að auka fjölbreytileika í greininni í samstarfi við helstu upplýsingatæknifyrirtæki og menntastofnanir á Íslandi. Lestu meira hér

Stjórn Vertonet 2023-2024

Kosin á Aðalfundi félagsins þann 8. júní 2023

VIÐBURÐIR VERTONET

Samtökin standa fyrir margvíslegum viðburðum yfir starfsárið sem auglýst eru sérstaklega til meðlima samtakanna á póstlista og í gegnum samfélagsmiðla. 

 

Stærsti viðburður samtakanna er Hvatningardagurinn sem haldinn er árlega, það má lesa nánar um viðburðinn hér.

 

Vertonet stendur fyrir fjölbreyttum viðburðum sem eru annað hvort fræðandi eða með það markmið að stækka tengslanet meðlima. Sem dæmi hafa verið haldnir viðburðir á borð við Speed dating og Empower your boss þar sem við báðum meðlimi um að taka með sér yfirmann á Vertonet viðburð.

Á síðastliðnu starfsári hafa meðlimum Vertonet verið boðið í fyrirtækjaheimsóknir til eftirfarandi fyrirtækja:

Avo

Arion Banki

Empower

Marel

 

Vilt þú bjóða meðlimum Vertonet í heimsókn? Hafðu samband við okkur í tölvupósti á vertonet@vertonet.is 


 

Vertonet stendur einnig fyrir könnun um stöðu og upplifun kvenna og kvár innan upplýsingatækni á Íslandi. Könnunin er lögð fram annað hvert ár og kynnt á hvatningardegi þess árs sem niðurstöður liggja fyrir. 

bottom of page