Hvatningardagur Vertonet
Brjótum Boxið
Hvatningardagur Vertonet er haldinn á hverju starfsári og er jafnframt stærsti viðburður samtakanna.
Á viðburðinum deila frambærilegar og flottar konur og kvár úr upplýsingatækni reynslusögum, fræðandi fyrirlestrum og gefur þeim tækifæri til að spegla sig á jafningjagrundvelli. Viðburðurinn er í grunninn ætlaður konum og kvárum í tæknigeiranum en er opinn viðburður.
Gamla Bíó
30. apríl 2024
Um viðburðinn
Hvatningardagur Vertonet 2023 - Brjótum boxið
Á Hvatningardegi Vertonet 2024, erum við öll að losa okkur úr viðjum hefðbundinna væntinga, takmarkana og staðalmynda. Hættum að reyna að passa inn í ósýnilegan kassa. Sérhver einstaklingur á skilið að dafna innan tækniiðnaðarins nákvæmlega eins og hann er.
Á þessu ári er markmiðið, sem og áður, að sækja innblástur úr reynslusögum þeirra sem hafa brotið boxið. Einnig viljum við læra af ferli fyrirmyndarfyrirtækja sem fagna fjölbreytileika og hlúa að inngildingu.
Taktu þátt í skemmtilegum degi og fáðu innblástur frá fyrirlesurum sem eru að yfirstíga hindranir og endurmóta landslag tækninnar. Komum saman til þess að móta framtíð þar sem öll fá að blómstra, alveg eins og þau eru.
-–-–-–-–-–-–-–-–-–-–-–-–-–-–-–-–-–-–-–-–-–- English —-–-–-–-–-–-–-–-–-–-–-–-–-–-–-–-–-–-–-–-–---
About the event
Hvatningardagur Vertonet - Breaking barriers
At Vertonet's 2024 Motivational Day, we're all about breaking free from the shackles of conventional expectations, limitations, and stereotypes. Let's stop trying to fit into an invisible box. Every individual deserves to thrive within the tech industry exactly as they are.
Our mission this year, as in the past, is to draw inspiration from those who've bravely confronted the status quo. We aim to glean insights from companies that have undergone transformational journeys, embracing diversity and fostering inclusion.
Join us for a day packed with speakers who are breaking barriers and reshaping tech's landscape. Let's come together to shape a future where breaking barriers isn't just a slogan – it's a way of life.
Dagskrá / Agenda
13:30 Húsið opnar
14:00 Guðrún Helga Steinsdóttir formaður Vertonet, opnar daginn
14:10 Hörn Valdimarsdóttir mannauðsstjóri hjá Syndis verður fundarstjóri
The host of the event will be Hörn Valdimarsdóttir , Human Resources Manager at
Syndis.
14:15 Ávarp ráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og
nýsköpunarráðherra
14:30 Guðrún Anna Atladóttir, Lead Data Solution Engineer hjá Novo Nordisk A/S
How Novo Nordisk uses cloud solutions to speed up work processes and innovation.
14:50 Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, pioneer, executive director and experienced network
and information technology consultant
Freedom, privilege and programming: To fit in or freak out
15:05 Ásdís Virk Sigtryggsdóttir, framkvæmdarstjóri markaðs og sölumála hjá djúptækni-
og nýsköpunarfyrirtækinu DTE
Ber er hver að baki nema sér systur eigi
15:25 Kaffihlé /Coffee break
15:40 Stefanía Ólafsdóttir, CEO & Co-Founder at Avo
From QuizUp to Silicon Valley: How a company like Avo is founded?
15:55 Sigrún Ámundadóttir, framkvæmdastjóri hugbúnaðarlausna hjá Advania
Sigrún segir sína sögu í tækninni, af hverju valdi hún tölvunarfræðina og hvað
hefur mótað hennar starfsferil
16:10 Lena Dögg Dagbjartsdóttir verkefnastjóri átaksverkefnis Vertonet
Átaksverkefni Vertonet
16:25 Sigyn Jónsdóttir, CTO & Co-Founder at Alda
5 steps towards your dream job
How do we reach our goals and face challenges?
16:40 Hvatningarverðlaun Vertonet 2024
Ár hvert tilnefnir Vertonet einn handhafa hvatningarverðlauna, en markmiðið er að heiðra
þau sem hafa lagt sitt af mörkum í að gera upplýsingatæknigeirann eftirsóknarverðari
fyrir konur og kvára. Þannig hvetjum við aðrar konur og kvár til dáða og til þess að gera
sig sýnilegri.
//
Vertonet’s Incentive Award 2024
Every year, Vertonet selects a recipient for an incentive award, recognizing individuals
who have made significant contributions to making the IT sector more sought after for
women and non-binary individuals. The aim is to inspire women and non-binary
individuals to take initiative and make themselves more visible.
16:50 Teygjum á tengslanetinu - Kokteil
Nýtum tækifærið og myndum tengsl á meðan léttar veitingar verða í boði.
//
Networking - Cocktail
Let's utilize the opportunity to mingle and network over light refreshments.
Hvatningarverðlaun Vertonet
Ár hvert tilnefnir Vertonet einn handhafa hvatningarverðlauna. Tilgangur verðlaunanna er að heiðra einstaklinga sem hafa stutt sérstaklega vel við málstaðinn, lagt sitt að mörkum í að auka hlut eða sýnileika kvenna og kvára í upplýsingatækni og verið fyrirmynd fyrir aðra.
Fyrrum Hvatningarverðlaunahafar
Hvatningarverðlaun 2022
Hvatningarverðlaun 2021
Hvatningarverðlaun 2019
Dröfn Guðmundsdóttir
Dröfn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Origo, hlaut Hvatningarverðlaun Vertonet 2022. Dröfn og Origo hafa lagt sitt af mörkum í að gera tæknigeirann eftirsóknarverðari fyrir konur, fjölgað konum í tæknistörfum og stuðlað að fjölbreytileika innan geirans. Dröfn hefur sýnt í orði og borði hversu megnug hún er og hversu mikinn áhuga hún hefur fyrir því að hjálpa konum að öðlast framgöngu í sínu starfi innan tæknigeirans. Hún hefur búið til stefnu hjá sínu fyrirtæki sem miðar að því konum verði fjölgað í almennum störfum sem og stjórnunarstörfum og það hefur virkilega skilað árangri
Dr. Margrét Vilborg Bjarnadóttir
Margrét hefur leitt PayAnalytics frá því að hún fékk hugmyndina, vinnur að tækniþróun og stjórnar samskiptum við viðskiptavini. Margrét er með próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands, doktorspróf í aðgerðargreiningu frá MIT og er dósent við Viðskiptaháskólann University of Maryland. Margrét Vilborg var ein af tíu sem voru tilnefnd til verðlaunanna Framúrskarandi ungir Íslendingar árið 2017 og hlaut aðalverðlaun Global Women Inventors & Innovators Network í júní 2019 fyrir starf sitt með PayAnalytics. Árið 2019 var Margrét valin Háskólakona ársins af Félagi háskólakvenna.
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Jóhanna Vigdís tók við hlutverki framkvæmdastjóra Almannaróms, miðstöðvar um máltækni árið 2018 en fyrirtækið er sjálfseignarstofnun um eflingu máltæknilausna fyrir íslensku og vinnur að því að tryggja að íslenskan standi jafnfætis öðrum tungumálum í tækniheiminum. Áður en hún hóf störf hjá Almannaróm hefur hún starfað sem framkvæmdastjóri atvinnu- og alþjóðatengsla hjá Háskólanum í Reykjavík ásamt því að hafa staðið fyrir uppbyggingu atvinnulífstengsla hjá skólanum.
Hún hefur margsinnis sýnt sig sem fyrirmynd og gegnt stjórnendastöðum við Listahátíð í Reykjavík, hjá Straumi fjárfestingabanka, Deloitte og Borgarleikhúsinu. Jóhanna Vigdís lauk AMP gráðu hjá IESE Business School í Barcelona árið 2015, MBA námi frá HR árið 2005 og meistaraprófi frá Háskólanum í Edinborg árið 2003.
Sesselja Vilhjálmsdóttir
Sesselja Vilhjálmsdóttir lauk grunnnámi sínu í hagfræði við Florida International University - College of Business og mastersnámi í Markaðsfræði við Háskólann í Reykjavík. Hún er framkvæmdastjóri og stofnandi Tagplay með umfangsmikla reynslu og þekkingu af ýmiskonar frumkvöðlastarfsemi.