Aðgerðaráætlun átaksverkefnis kynnt
Konur aðeins fjórðungur starfsfólks í upplýsingatækni
Var það niðurstaða fjölmenns umræðufundar að ráðast í átak til að auka þátttöku kvenna í geiranum. Fulltrúar fyrirtækjanna sammæltust um að nauðsynlegt væri að bregðast við þeirri staðreynd að konur eru aðeins um fjórðungur starfsfólks í upplýsingatæknitengdum störfum á Íslandi. Þar mátti heyra skýran vilja fyrirtækjanna til að vinna saman að átaki til að; laða fleiri stelpur og konur í tækni, gera kvenfyrirmyndir sýnilegri, bæta menningu fyrirtækjanna og hlúa að fjölbreytni í samsetningu teyma.
Fyrsti fasi átaksverkefnisins
Verkefnið hefur nú þegar staðið yfir síðan í júní 2022 þar sem áhersla fyrsta fasa var að ná utan um stöðuna og koma fram með aðgerðir sem þarf að framkvæma til að bæta hana. Nokkur lykilatriði úr fyrsta fasa:
-
Samtök iðnaðarins og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hafa talað fyrir þeirri staðreynd að til að mæta þörfum atvinnulífsins er vöntun á 9.000 sérfræðingum í hugverkaiðnaði á Íslandi á næstu 5 árum.
-
Konur eru í minnihluta í tækni á Íslandi, bæði í námi og á vinnumarkaði, en hlutfall kvenna er yfirleitt undir 28%.
-
Fjölgun kvenna í tækni er eitt besta úrræðið til að leysa þá skortstöðu sem mörg fyrirtæki eru nú þegar farin að upplifa og mun einungis harðna á næstu árum skv. greiningu SI (McKinsey greining).
-
Bæði háskóla-, iðnaðar, og nýsköpunarráðherra og mennta- og barnamálaráðherra hafa lýst yfir stuðning við verkefnið.
-
Aðgerðaráætlun hefur verið mótuð og næsti fasi snýr að því að forgangsraða og framkvæma aðgerðir.
Með því að smella á myndina hér fyrir neðan er hægt að sjá yfirlit yfir allar aðgerðir sem hafa verið skilgreindar:
Þátttakendur átaksverkefnisins eru:
