top of page

Átaksverkefni Vertonet 

Vorið 2022 hófst átaksverkefni Vertonet, menntastofnanna, fyrirtækja og hagsmunasamtaka í upplýsingatækni um að auka nýliðun kvenna í greininni.

Verkefnið hófs í júní 2022 þar sem áhersla fyrsta fasa var að ná utan um stöðuna og koma fram með aðgerðir sem þarf að framkvæma til að bæta hana. Aðgerðaráætlun er tilbúin og snýr næsti fasi að því að forgangsraða og framkvæma aðgerðir. Búið er að skilgreina aðgerðir sem annars vegar fyrirtæki geta framkvæmt strax og hins vegar þær aðgerðir sem þyrfti utanaðkomandi stuðning stjórnvalda til að ná.

 

Verkefnið í seinni fasa er tímabundið, í eitt ár og með vel skilgreindan tilgang að koma af stað þeim aðgerðum sem hafa verið ákveðnar og tryggja áframhaldandi stuðning stjórnvalda.

 

Styrkurinn verður nýttur til:

  • tímabundinnar ráðningar verkefnastjóra sem tryggir framgang aðgerða, sinnir upplýsingagjöf til styrktaraðila og sér um rekstur verkefnisins.

  • að standa undir kostnað þess að framkvæma aðgerðirnar að hluta eða öllu leiti.

Vilt þú fá nánari kynningu um átaksverkefnið?

Hafðu samband við stjorn@vertonet.is

Hvaða aðgerðir eru þetta?

Með því að smella á myndina hér fyrir neðan er hægt að sjá yfirlit yfir allar aðgerðir sem hafa verið skilgreindar:

Af hverju þarf að fara í átak?

Konur aðeins fjórðungur starfsfólks í upplýsingatækni

Var það niðurstaða fjölmenns umræðufundar að ráðast í átak til að auka þátttöku kvenna í geiranum. Fulltrúar fyrirtækjanna sammæltust um að nauðsynlegt væri að bregðast við þeirri staðreynd að konur eru aðeins um fjórðungur starfsfólks í upplýsingatæknitengdum störfum á Íslandi. Þar mátti heyra skýran vilja fyrirtækjanna til að vinna saman að átaki til að; laða fleiri stelpur og konur í tækni, gera kvenfyrirmyndir sýnilegri, bæta menningu fyrirtækjanna og hlúa að fjölbreytni í samsetningu teyma. 

Fyrsti fasi átaksverkefnisins

Verkefnið hefur nú þegar staðið yfir síðan í júní 2022 þar sem áhersla fyrsta fasa var að ná utan um stöðuna og koma fram með aðgerðir sem þarf að framkvæma til að bæta hana. Nokkur lykilatriði úr fyrsta fasa: 

 

  • Samtök iðnaðarins og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hafa talað fyrir þeirri staðreynd að til að mæta þörfum atvinnulífsins er vöntun á 9.000 sérfræðingum í hugverkaiðnaði á Íslandi á næstu 5 árum.

  • Konur eru í minnihluta í tækni á Íslandi, bæði í námi og á vinnumarkaði, en hlutfall kvenna er yfirleitt undir 28%.

  • Fjölgun kvenna í tækni er eitt besta úrræðið til að leysa þá skortstöðu sem mörg fyrirtæki eru nú þegar farin að upplifa og mun einungis harðna á næstu árum skv. greiningu SI (McKinsey greining).

  • Bæði háskóla-, iðnaðar, og nýsköpunarráðherra og mennta- og barnamálaráðherra hafa lýst yfir stuðning við verkefnið.

  • Aðgerðaráætlun hefur verið mótuð og næsti fasi snýr að því að forgangsraða og framkvæma aðgerðir.

Þátttakendur átaksverkefnisins eru: 

Styrktaradilar_ataksverkefnis_vertonet.png

FRÉTTIR AF ÁTAKINU

bottom of page