Aðalfundur& framboð til stjórnar/Annual general meeting & elections for the new board
- Diana Bobocu

- Apr 28
- 6 min read
Updated: May 8
--- English below ---
Vilt þú móta framtíð Vertonet?
Nú fer starfsári Vertonet að ljúka og því boðar stjórn til aðalfundar fimmtudaginn 8. maí 2025.
📍 Staðsetning: Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík
🕓 Tímasetning: Húsið opnar kl. 16:30 – fundur hefst kl. 17:00
📣 Framboð í stjórn
Á fundinum verður kosið um:
· Formann
· 2 sæti í stjórn
· 2 varamenn
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í starfi stjórnar Vertonet, sendu framboð á stjorn@vertonet.is fyrir kl. 23:59, þriðjudaginn 6.maí.
Framboðið þarf að innihalda:
Hlutverk sem þú býður þig fram í: formaður, stjórn eða varastjórn
Fullt nafn, kennitölu og titil (starf/nám)
Framboðstexta (hámark 150 orð)
Mynd af frambjóðanda
Allir skráðir meðlimir sem mæta á fundinn hafa atkvæðisrétt.
Dagskrá aðalfundar:
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla stjórnar lögð fram
Reikningar lagðir fram til samþykktar
LagabreytingarÁkvörðun félagsgjalds
Kosning stjórnar
Önnur mál
Tillögur að lagabreytingum má senda á stjorn@vertonet.is fyrir kl. 23:59 þriðjudaginn 6.maí.
Hlökkum til að sjá ykkur!
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Do you want to shape the future of Vertonet?
The Board of Vertonet invites you to the Annual General Meeting on Thursday, May 8, 2025.
📍 Location: Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík
🕓 Time: Doors open at 16:30 – meeting starts at 17:00
📣 Board Candidacy
During the meeting, elections will be held for:
· Chairperson
· 2 board member seats
· 2 deputy member positions
If you are interested in participating in the work of the Vertonet board, please send your candidacy to stjorn@vertonet.is by 23:59 on Tuesday, May 6.
The candidacy should include:
· The role you are running for: Chairperson, Board Member, or Deputy Member
· Full name, ID number, and title (job/study)
· A candidacy statement (max 150 words)
· A photo of the candidate
All registered members attending the meeting have voting rights.
Agenda for the Annual General Meeting:
Election of meeting chair and secretary
Presentation of the board’s report
Presentation and approval of financial statements
Amendments to bylaws
Decision on membership fee
Election of the board
Other matters
Proposals for amendments to the bylaws can be sent to stjorn@vertonet.is by 23:59 on Tuesday, May 6.
We look forward to seeing you!
Lead the change you want to see in tech!
Apply for a seat on the Vertonet board!

Díana Dögg Víglundsdóttir, Sölustjóri hjá Reon
Eftir að hafa tekið mér góða pásu frá félagasamtökum og stjórnarsetu þá er mig farið að klæja í puttana að fá tækifæri að leggja mitt af mörkum og ég sá að hjá Vertonet væri ég á réttri hillu.
Ég brenn fyrir skemmtilegum og þjónustumiðuðum lausnum i vef- og hugbúnaðargerð.
Síðastliðin 15 ár hef ég starfað sem Vefstjóri, Vörustjóri, TPO, Teymisstjóri, deildarstjóri og nú sem sölustjóri í vef- og hugbúnaðargerð svo ég þekki orðið vef- og hugbúnaðargerð út frá mismunandi sjónarhornum.
Í um 6 ár sat ég í vefhópi hjá SKÝ þar sem við héldum 8-10 viðburði á starfsári. Einnig sat ég í stjórn Ský í 2 ár.
Ég hlakka til að fá tækifæri til þess að láta gott af mér leiða með Vertonet.
Elena Losievskaja, MSc and Phd in Computer Science, Project Manager in Islandsbanki.
My name is Elena Losievskaja (kt. 280879-2239), MSc and Phd in Computer Science, have been working in various roles in IT for more than 25 years, currently as Project Manager in Islandsbanki.
I would like to apply for a Board Member role at Vertonet and be more involved in promoting IT and STEM among girls, women, non-binary of all ages.
I do believe that by building a wide network and connections on many different levels (workplaces, universities, schools) we can support each other, inspire and encourage in applying our talents and power in IT, because IT includes so many different areas and so many different roles that everyone can find something that fits them.
We can make our (female & non-binary) work and contribution more visible through various events such as conferences, workshops, visits (workplace, schools), joint events with other organizations.
We can inspire by showing wonderful stories of women & non-binary with different backgrounds, education and journey working in IT and being happy and successful there.
I’m very passionate about STEM and would love to see and practically help more women & non-binary in STEM & IT.
Elísa Björg Tryggvadóttir, kennari í tölvufræði við MR.
Ég býð mig fram í stjórn Vertonet vegna þess að mér finnst vanta meira rými fyrir konur og kvár í tæknisamfélaginu. Það er mikilvægt að við fáum ekki bara sæti við borðið heldur líka rými til að tala, hafa áhrif og breyta. Ég er með B.S í hugbúnaðarverkfræði og bý yfir fjölbreyttri reynslu þrátt fyrir að vera tiltölulega nýkomin á vinnumarkaðinn. Í dag kenni ég tölvufræði við MR og legg mitt af mörkum að hvetja konur og kvár að stíga sín fyrstu skref í tækni. Ég er virkur hluti af íslensku listasenunni og starfa sem plötusnúður, þar sem kynjahallinn er einnig áberandi. Þverfaglegur bakgrunnur minn og ungt sjónarhorn gætu styrkt fjölbreytni stjórnar Vertonet og tryggt að ákvarðanir séu teknar með fleiri röddum og víðara samhengi að leiðarljósi.
Elísa Kristín Sigríðardóttir, Verkefnastjóri í upplýsingatækni hjá Símanum
Ég heiti Elísa Kristín og býð mig fram í stjórn Vertonet. Ég er verkfræðingur og starfa sem verkefnastjóri í upplýsingatækni hjá Símanum. Það er innan við ár síðan ég fór á minn fyrsta Vertonet viðburð og ég fann strax hvað þetta er hvetjandi félagsskapur og maður fyllist alltaf innblæstri eftir að hafa mætt á viðburði. Mig langar að taka þátt í að móta starfið og leggja mitt af mörkum til að gera konur og kvár í tækni sýnilegri, fjölga fyrirmyndum og þannig hvetja ungt fólk til að leggja störf í tækni fyrir sig.
Vinnan sem hefur verið gerð við Playbook vertonet er frábær og ég vil taka þátt í að taka þennan leiðarvísi lengra og fá sem flesta til að nota hann. Störf í tækni ættu að vera eftirsótt fyrir alla, ekki bara karla.
Helene Delaunay, Web developer
I would like to apply for the position of board member.I had such a great time coming to the Vertonet events, I think what you are doing is so important. It was also a pleasure to get to know all the team and work together for inspirational day that I would love to be more involved! I am also looking forward to help out with the website and help vertonet do more amazing things for non binary and women in tech!
Sigríður Birna Matthíasdóttir, Hönnuður og framendaforritari hjá Uru (Nafn óákveðið, start-up)
Ég heiti Sigríður Birna Matthíasdóttir og býð mig fram í stjórn Vertonet. Ég starfa sem hönnuður og framendaforritari hjá sprotafyrirtækinu Uru og hef áður unnið hjá Overcast, Treble Technologies og Intelligent Instruments Lab. Ég er með BS í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands, MA í hönnun frá Listaháskóla Íslands og BA í fatahönnun frá Studio Berçot í París. Ég var formaður Ada, hagsmunafélags kvenna í upplýsingatækni við HÍ, og hef kennt bæði við HÍ og LHÍ. Ég hef haldið fjölda sýninga, komið fram í sjónvarpi og flutt erindi fyrir fjölbreyttan hóp áhorfenda. Ég tók þátt í AWE hraðli fyrir konur í nýsköpun og hlaut verðlaun fyrir besta pitchið, auk þess að hafa hlotið styrki fyrir skapandi verkefni. Mig langar að stuðla að öflugu og fjölbreyttu tengslaneti kvenna í tækni og leggja mitt af mörkum til að styrkja og þróa starf Vertonet áfram.
Taylor Paige Garcia van Biljon,UX Research & Design at Gangverk
As an immigrant and UX Researcher, I’ve seen firsthand how essential communities like Vertonet are for creating inclusive spaces. I spoke at a Vertonet event last year, and it was so new and exciting to look out and feel the support of so many women and non-binary people in the same room. Hearing their stories inspired me. I have deep empathy for people navigating unfamiliar spaces, because I’m doing it. It shapes my work and gives me a unique perspective that I’d like to bring to the board. I want to help strengthen Vertonet’s role as a bridge builder, place of learning, and community resource.Serving on the board would give me the opportunity to contribute my skills and continue learning from this vibrant network. I’m excited by the chance to help shape Vertonet’s future and amplify its already powerful impact. So many people have helped me. I’d like the chance to do the same.




Comments