Smíðum saman Playbook Vertonet
mið., 13. nóv.
|https://fb.me/e/aH5NRZYkb
Smíðum saman Playbook Vertonet
Tími og staðsetning
13. nóv. 2024, 10:00 – 15:00
https://fb.me/e/aH5NRZYkb
Um viðburð
Smíðum saman Playbook Vertonet 13. nóvember kl. 10:00-15:00
Í tengslum við átaksverkefni Vertonet um að fjölga konum og kvárum í upplýsingatæknigeiranum á Íslandi ætlum við að smíða saman Playbook Vertonet, leiðarvísi að fjölbreytileika, jafnræði og inngildingu á vinnustað. Samhliða smíðinni verður áhugaverð dagskrá í streymi, þar sem þú getur fylgst með framvindunni og fengið innblástur.
Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, mun opna dagskrá streymisins og veita okkur byr undir báða vængi í verkefninu sem framundan er.
Nánari upplýsingar í viðburði á Facebook (þar sem verður hægt að nálgast slóð í streymi og smíðina).
Hvað er Playbook Vertonet:
Leiðarvísirinn er í smíðum og verður ókeypis og galopið verkfæri til að auðvelda fyrirtækjum og stjórnendum í upplýsingatækni að stíga markviss skref í átt að inngildandi vinnustaðamenningu. Við trúum því að inngildandi vinnustaðamenning auki líkur á að stelpur, konur og kvár líti á upplýsingatækni sem fýsilegan kost fyrir sig, og endist lengur í geiranum.