top of page

Fyrirtækjaheimsókn til Símans

fim., 26. sep.

|

Síminn

Kíkjum í heimsókn til Símans og teygjum á tengslanetinu!

Því miður er fullt á viðburðinn.
Skoða aðra viðburði
Fyrirtækjaheimsókn til Símans
Fyrirtækjaheimsókn til Símans

Tími og staðsetning

26. sep. 2024, 17:00 – 19:00

Síminn, Ármúli 25, 108 Reykjavík, Iceland

Um viðburð

Síminn ætlar að bjóða meðlimum Vertonet heim í höfuðstöðvar sínar í Ármúlanum.

Þar fáum við að heyra hvað konur og kvár í tækni hjá Símanum fást við dag frá degi, áskoranir og vegferð í tækninni.

Hverjar eru konurnar sem við ætlum að kynnast?

  • María Björk Einarsdóttir - Forstjóri Símans
  • Kristín Leopoldína Bjarnadóttir - Teymisstjóri upplýsingagreindar
  • Erla Guðmundsdóttir - Sérfræðingur í gagnagreiningum
  • Una Rúnarsdóttir, Ásdís Erla Jóhannsdóttir og Björk Sigurjónsdóttir - Forritarar í sjónvarpsrekstri
  • María Rán Ragnarsdóttir - Leiðtogi þjónustu

Í lokin verður sófaspjall með „Fishbowl“ aðferðinni þar sem hægt er að taka virkan þátt í spjallinu. Með því langar okkur að draga saman áhugaverðar pælingar eftir erindi og fá innsýn í reynslu og skoðanir gesta.

Húsið opnar 16:30 og boðið verður upp á léttar veitingar ☕️

Hvar:        Síminn, Ármúli 25

                  Gengið inn um dyr verslunar Símans.

Hvenær: 26. september 2024  kl. 17-19

Við hlökkum til að sjá ykkur! 

---

Síminn er rótgróið íslenskt fjarskipta- og þjónustufyrirtæki sem býður heildstætt framboð fjarskipta ásamt fyrsta flokks afþreyingu fyrir heimili og fyrirtæki.

Síminn leggur áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu, vera hreyfiafl til góðra verka og skapa vinnuumhverfi sem byggir á reynslumiklu starfsfólki með fjölbreyttan bakgrunn.

Deila viðburði

bottom of page