Aðalfundur
fim., 16. maí
|Reykjavík
Nú fer starfsári Vertonet að ljúka og því boðar stjórn til aðalfundar þann 16. maí
Tími og staðsetning
16. maí 2024, 16:00 – 18:00
Reykjavík, Ármúli 25, 108 Reykjavík, Iceland
Um viðburð
Vilt þú móta framtíð Vertonet?
Nú fer starfsári Vertonet að ljúka og því boðar stjórn til aðalfundar þann 16. maí næstkomandi.
📍Hvar: Síminn,
🗓️ Hvenær: Húsið opnar kl. 16 og fundur hefst kl. 16.30
Almenn dagskrá aðalfundar samkvæmt lögum félagsins verður haldin og þar á meðal kosning til stjórnar.
5 sæti í stjórn eru að losna en áfram sitja 3 sem eru að hefja sitt annað ár. Í stjórn Vertonet er kosið í tvö ár í senn. Einnig er óskað eftir framboði til formanns stjórnar. Hvetjum öll til að bjóða sig fram og móta starf Vertonet til framtíðar. Þetta er skemmtileg leið til að stækka tengslanetið og gefa af sér á sama tíma.
Kosið verður um:
- Formann
- 3 sæti í stjórn
- 2 varamenn
Framboð þurfa að berast eigi síðar en kl. 23:59 sunnudaginn 5.maí n.k. á vertonet@vertonet.is. Í póstinum skal koma fram:
- Hvaða hlutverk er verið að bjóða sig fram í; formann, stjórn eða varastjórn.
- Fullt nafn, kennitala og titill (starf/nám)
- Framboðstexti, sem verður birtur á heimasíðu Vertonet. Hámarki 150 orð
- Mynd af frambjóðanda
Allir meðlimir sem mæta á aðalfund hafa atkvæðisrétt.
Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar lögð fram
- Reikningar lagðir fram til samþykktar
- Lagabreytingar
- Ákvörðun félagsgjalds
- Kosning stjórnar
- Önnur mál
Allir meðlimir geta lagt fram tillögur til lagabreytinga sem skal skilað eigi síðar en kl. 23:59 sunnudaginn 5 maí n.k. á netfangið vertonet@vertonet.is. Síminn ætlar að bjóða upp á veitingar svo við biðjum ykkur vinsamlegast um að staðfesta mætingu.
Við hlökkum til að koma saman og fagna starfsárinu sem er að líða!