25% dagurinn
fim., 29. feb.
|Reykjavík
Hvað eiga hlaupár og konur í karllægum geirum sameiginlegt?
Tími og staðsetning
29. feb. 2024, 08:45 – 10:30
Reykjavík, Borgartún 19, 105 Reykjavík, Iceland
Um viðburð
Við leiðréttum skekkjuna í tímatali okkar með hlaupársdeginum 29. febrúar fjórða hvert ár. Hlaupár samsvarar hlutfalli kvenna í atvinnugreinum tækni og orku en konur eru einungis um 25% af starfsfólki geiranna hér á landi. En hvernig leiðréttum við þá skekkju?
Konur í orkumálum, Vertonet, samtök kvenna og kvára í upplýsingatækni, og Arion banki bjóða til samtals með reynslumiklum stjórnendum og sérfræðingum um hvaða áskorunum þessir karllægu geirar standa frammi fyrir en fyrst og fremst hvað er hægt að gera til þess að auka hlutfall kvenna og gera starfsumhverfið eftirsóknarvert fyrir fjölbreyttan hóp fólks.
Vertu með okkur á 25% deginum og taktu strákana í þínu umhverfi með til að við getum öll lært að hlúa að góðu vinnuumhverfi með jafnréttisgleraugum.
Dagskrá:
- 08:45 - Húsið opnar og morgunhressing á boðstólum.
- 09:00 - Ávarp fundarstjóra. Guðrún Einarsdóttir ráðgjafi fer yfir stöðuna í dag, helstu áskoranir og hvar tækifærin liggja.
- 09:10 - Jöfnum leikinn og stækkum kökuna. Snædís Ögn Flosadóttir, forstöðumaður á Mörkuðum Arion banka, segir frá verkefninu Konur fjárfestum.
- 09:20 - ,,Við erum allir ánægðir hjá RARIK!” Magnús Þór Ásmundsson forstjóri RARIK ræðir um ímynd, vinnustaðamenningu o.fl. er varðar jafnrétti og fjölbreytileika í karllægum geira.
- 09:35 - Að rjúfa 30% múrinn. Ægir Már Þórisson forstjóri Advania fer yfir áskoranir félagsins í tengslum við að auka hlut kvenna hjá Advania, hvað hefur virkað, hvað ekki og hvernig Advania hefur nálgast jafnréttismálin hjá sér á síðastliðnum árum.
- 09:50 - Valdefling kvenna í karllægum geirum. Alma Dóra Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri HEIMA og sérfræðingur í jafnréttismálum fjallar um hvernig sé hægt að valdefla og fjölga konum á karllægum vinnustöðum.
- 10:05 – Pallborðsumræður. Guðrún Einarsdóttir stýrir pallborðsumræðum með ræðufólki ásamt Ásdísi Eir Símonardóttur, mannauðs- og stjórnendaráðgjafa
Skráning
25% dagurinn
0 ISKSale ended
Total
0 ISK