
Viljayfirlýsing
Vertonet, hagsmunasamtök kvenna í upplýsingatækni, vilja hvetja öll fyrirtæki, menntastofnanir og samtök sem koma að upplýsingatækni á Íslandi til að taka þátt í samstilltu átaki til að auka fjölbreytileika í greininni.
Með undirritun þessarar yfirlýsingar staðfestist vilji til að auka nýliðun kvenna í upplýsingatækni með því að:
-
Stuðla að fjölbreyttri ímynd upplýsingatækninnar og taka þátt í að breyta staðalímynd tæknistarfa.
-
Styðja við starf Vertonet með því að taka þátt í árlegri könnun Vertonet og Intellecta um stöðu kvenna í upplýsingatækni.
-
Styðja við átakið að auka nýliðun kvenna í upplýsingatækni með því að:
-
Tilnefna tengilið fyrir átakið og mögulegan fulltrúa í stýrihóp átaksins. Stýrihópur mótar verkefnið áfram og ræður verkefnastjóra í tímabundið hlutverk hjá Vertonet sem ábyrgðaraðila átaksins.
-
Taka þátt í að að fjármagna starf tímabundins verkefnastjóra. Fyrirtæki greiða hlutfallslega í samræmi við fjölda starfsfólks. Lengd átaksins ræðst af þátttöku fyrirtækja.
-
Árlega kallar Vertonet til fundar um stöðuna í upplýsingatækni þar sem fyrirtæki, stofnanir og hagsmunasamtök verða beðin um að deila sinni reynslu og halda átakinu gangandi.
Með undirritun hér fyrir neðan staðfestist vilji þinn/ykkar með að taka þátt í átakinu.