top of page
IMG_1223.JPG


Þín leið: Markmið og árangur

VERTOnet stendur fyrir opnunarviðburði fimmtudaginn 19. september hjá Reiknistofu Bankanna, Katrínartúni 7. Yfirskrift fundarins er Þín leið: Markmið og árangur.

Tilgangur fundarins er að hefja starfsemi VERTOnet af krafti, koma félagskonum saman, teygja á tengslanetinu, kynna dagskrá vetrarins og auglýsa lausar stöður í nefndir fyrir félagskonur.


Fundarstjóri er Kristjana Björk Barðdal, varaformaður VERTOnet

Dagskrá:​

17.00 - Húsið opnar
 

17.30 - Velkomin
Fundarstjóri setur fundinn og stjórn VERTOnet kynnir starfsárið sem framundan er


17.35 - Ein með strákunum
Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna

Ragnhildur var ráðin forstjóri Reiknistofu bankanna í janúar 2019. Ragnhildur kom til RB frá Wow Air þar sem hún starfaði sem aðstoðarforstjóri frá því í ágúst 2017. Þar áður var Ragnhildur framkvæmdarstjóri Rekstrar og upplýsingatækni hjá Landsbankanum í fimm ár og forstjóri Promens í rúm fimm ár. Þar áður starfaði Ragnhildur hjá Icelandair/Flugleiðum í sex ár og gengdi stöðu forstjóra í lok þess tíma.


18.00 - Að njóta ferðalagsins - á toppinn með núvitund
Ásdís Olsen hefur verið leiðandi í umræðu um núvitund og hamingju á Íslandi undanfarin ár og hefur m.a. kennt Íslendingum að auka hamingju sína í sjónvarpsþáttunum „Hamingjan sanna“ og með metsölubókinni „Meiri hamingja“. Ásdís er reyndur ráðgjafi, kennari og fræðimaður á sviði núvitundar á vinnustöðum (Mindfulness in the Workplace) og stundar nú doktorsnám á því sviði við Háskólann í Reykjavík.


18.20 - Allir eru vörumerki - líka þú!
Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdarstjóri Þjónustu- og markaðssviðs Íslandspósts

Samkeppni á vinnumarkaði er hörð. Hvernig getur vörumerkjafræðin nýst til uppbyggingar á starfsframa? Hvernig getur þín ástríða orðið kjarninn í þínu vörumerki? Sesselía deilir reynslu sinni og hugmyndafræðinni á bak við hennar faglegu vegferð síðustu ár. 

 


18:40 - 19:30 Teygjum á tengslanetinu

Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn
 
bottom of page