top of page

Samþykktir félagsins

1.gr. Heiti, heimili og varnarþing 

Félagið heitir Vertonet. Heimilisfang er Lyngás 1D, 210 Garðabær. Varnarþing er í Garðabæ. 

​ 

2. gr. Tilgangur félags 

Tilgangur félagsins er: 

 • Að stuðla að fjölgun kvenna innan upplýsingatækn hvort sem er í námi og eða starfi. 

 • Vera regnhlíf mismunandi kvennahópa innan upplýsingatækni. 

 • Að skapa vettvang fyrir konur til að efla tengsl sín innan upplýsingatækni, bæði hér á landi og erlendis. 

 • Að auka hlutdeild og veita brautargengi þeim konum sem vilja láta til sín taka innan upplýsingatæknigeirans. 

 • Að bjóða upp á faglega umræðu og fræðslu með fræðslufundum og öðrum uppákomum sem taka mið af þörfum og áhugasviði félagsmanna hverju sinni. 

  

3. gr. Starfsemi 

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með: 

 • Reglubundnum félags- og fræðslufundum. 

 • Viðburðum sem haldnir eru í samstarfi við bakhjarla félagsins. 

 • Árlegum hvatningardegi. 

 • Viðurkenningum til kvenna og fyrirtækja sem félagið telur að hafi skarað fram úr við að veita konum brautargengi innan fagsins. 

  

4. gr. Félagsaðild og félagskrá 

Félagsaðild: 

 • Er opin öllum konum sem starfa innan upplýsingatækni. 

 • Er opin öllum konum sem hafa áhuga á að efla hlutdeild kvenna innan fagsins sem og að efla tengsl sín. 

 

Stjórn félagsins skal halda skrá yfir félagskonur. 

​ 

5. gr. Starfstímabil 

Starfsár og reikningsár félagsins er almanaksárið. Stjórnin skal hafa ársreikning tilbúinn fyrir aðalfund. 

 

 ​ 

6. gr. Aðalfundur 

Aðalfundur er æðsta vald í málefnum félagsins.  Aðalfund skal halda eigi síðar en 15.júní ár hvert - og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti.  Aðalfundur er löglegur sé rétt til hans boðað. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur á aðalfundi. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála. 

 

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir: 
 

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 

 1. Skýrsla stjórnar lögð fram 

 1. Reikningar lagðir fram til samþykktar 

 1. Lagabreytingar 

 1. Ákvörðun félagsgjalds 

 1. Kosning stjórnar 

 1. Önnur mál 

  

7.gr.  Stjórn félags. 

Stjórn félagsins skal skipuð 7-13 félagskonum kjörnum á aðalfundi til tveggja ára í senn. Annað hvert ár skal kjósa um formann. 

 

Gangi stjórnarkona úr stjórn  áður en kjörtímabili hennar lýkur skal kjósa nýja stjórnarkonu í hennar stað á næsta aðalfundi til eins árs. 
 
Stjórn fer með daglega starfsemi  félagsins  og gætir hagsmuna þess á grundvelli þessara samþykkta og ákvarðana aðalfundar og félagsfunda. 
Stjórn ber ábyrgð á fjárreiðum þess og meirihluta stjórnarskuldbindur félagið. 

 

8.gr. Stjórnarfundur 

Stjórnarfundi skal halda reglulega. Formaður stjórnar boðar til funda með hæfilegum fyrirvara og aldrei skemmri en eins sólarhrings fyrirvara. Stjórnarfundur er ályktunarfær ef meirihluti stjórnarkvenna sækir fund. Ef atkvæði eru  jöfn, ræður atkvæði formanns úrslitum. 

 

Stjórn skal halda fundargerðir. 

​ 

9.gr.  Tekjur. 

Félagsaðild er gjaldfrjáls. 

Fjármögnun félagsins skal fara fram með bakhjarlasamningum við fyrirtæki. 

Styrkjum frá bakhjörlum skal varið í uppbyggingu á félaginu og til að standa straum að kostnaði vegna viðburða sem haldnir eru af félaginu. 

  

9. gr. Hagnaður. 

Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið til frekari uppbyggingu félagsins. 

  

10. gr. Breytingar á samþykktum og slit. 

Samþykktum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi með a.m.k. 2/3 hluta greiddra atkvæða.  

 

Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til Rauða krossins á Íslandi. 

​ 

Lög þessi voru samþykkt á aðalfundi 29.apríl 2021. 

bottom of page