top of page

vilt þú ganga í lið með okkur í vertonet?

styrkur í öflugu tengslaneti

Vertonet eru samtök kvenna í upplýsingatækni á Íslandi. Markmið okkar er að virkja konur í ólíkum störfum innan upplýsingatæknigeirans til að standa saman, fræðast, tengjast og upplýsa aðrar konur um kosti þess að starfa í upplýsingatækni á Íslandi. Með slíkri starfsemi bjóðum við upp á öflugra og sterkara tengslanet á milli kvenna og fyrirtækja.

Samtökin eru drifin af styrkjum úr hinum ýmsu áttum og hafa þar farið fremst í flokki mörg af stærstu upplýsingatæknifyrirtækjum landins. Þannig getum við boðið upp á öflugt starf fyrir konur þeim að kostnaðarlausu.

LUCINITY

Lucinity og Vertonet hafa gert bakhjarlasamning. Lucinity er nýsköpunarfyrirtæki í örum vexti sem hefur hannað hugbúnað fyrir banka og fjártæknifyrirtæki til að hjálpa þeim í baráttu sinni gegn peningaþvætti. Öflug gervigreind og afburðagott notendaviðmót eru þannig sameinuð í greiningartóli sem valdeflir starfsfólk fjármálafyrirtækja um allan heim og gerir þeim kleift að takast á við peningaþvætti með skilvirkari hætti en áður hefur verið mögulegt.

GEKO

Með stolti kynnir Vertonet samstarf við GEKO Consulting en Geko sérhæfir sig í starfsfólki í STEAM og nýsköpunargreinum á Íslandi. Með samstarfinu er Vertonet að styrkja stöðu sína sem hagsmunasamtök kvenna í upplýsingatækni á Íslandi með því að gefa félagskonum tækifæri til að nálgast fræðandi efni og aðgang að vinnustofum á netinu frá sérfræðingum Geko. Með samstarfinu mun Geko fá tækifæri til að eiga samtal við eftirsótta starfskrafta félagskvenna í Vertonet en Geko vinnur með fjölda fyrirtækja og finnur rétta fólkið fyrir þeirra teymi. Félagskonur í Vertonet fá aðgang að sérfræðingum Geko og munu geta rætt væntingar um starfsframa og styrkleika. Við hlökkum mikið til samstarfsins við Geko og stofnandann Kathryn Gunnarsson og fögnum þeim tækifærum sem eru framundan.

We are proud to announce our cooperation with Geko Consulting. Geko specializes in talent working in STEAM and innovation fields in Iceland. With the cooperation,  Vertonet is strengthening its position as a non-profit association for women in technology by giving its members an opportunity to access educational material and online workshops from Geko's experts, the first of which will be announced shortly. Through the collaboration, Geko works with companies helping them to seek out the best talent for their teams. Not all the opportunities that are available are visible to you. So you will have access to Geko's team to be able to talk about your career aspirations and where your skills lie, even if you aren't looking for a career move right now! We are looking forward to working with Geko and the founder Kathryn Gunnarsson and we welcome all the opportunities that it brings.

GEKO Consulting
Kathryn Gunnarsson founder of GEKO
Vilt þú vinna með okkur?
heyrðu í okkur!

Senda tölvupóst

Sendu okkur tölvupóst á vertonet@vertonet.is með upplýsingum um það fyrirtæki sem vill gerast styrktaraðili.

Sláðu á þráðinn, við hlökkum til að heyra í þér hljóðið og skrá nýjan styrktaraðila. Við svörum í síma 664-6015.

símtal

bottom of page