top of page

Verkefnastjóri átaksverkefnis Vertonet

Vertonet stendur fyrir átaksverkefni með það markmið að auka nýliðun kvenna í upplýsingatækni. Um 30 fyrirtæki, menntastofnanir og samtök hafa sameinast og skuldbundið sig í að vinna að þessu sameiginlega markmiði með Vertonet.


Vertonet leitar nú að verkefnastjóra til að leiða verkefnið og tryggja velgengi þess í samstarfi við stjórn Vertonet og stýrihóp þátttakenda. Stýrihópurinn er myndaður af helstu tæknifyrirtækjum og menntastofnunum á Íslandi.


Starfið er tímabundið hlutastarf til eins árs og er vinnutími sveigjanlegur.


Leitað er að einstaklingi með mikla ástríðu fyrir málstaðnum, framtakssemi og reynslu af því að stýra verkefnum þvert á ólíka hópa. Reynsla af kynningar-og markaðsstörfum er kostur. 

Verkefnið mun hefjast í janúar 2024 og standa yfir í eitt ár. Þetta er frábært tækifæri til að styrkja tengslanetið og láta gott af sér leiða.


Hljómar þetta vel fyrir þig?


Ef svo er hvetjum við þig til þess að sækja um. Umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf.


Gætt verður fyllsta trúnaðar í meðhöndlun allra umsókna.


Umsóknarfrestur er 10. desember 2023. Nánari upplýsingar veitir stjórn Vertonet á netfangið stjorn@vertonet.is 

253 views0 comments

Comments


bottom of page