top of page

Smíðum saman Playbook Vertonet

Updated: Nov 13

Smíðum saman Playbook Vertonet 13. nóvember kl. 10:00-15:00



Í tengslum við átaksverkefni Vertonet um að fjölga konum og kvárum í upplýsingatæknigeiranum á Íslandi ætlum við að smíða saman Playbook Vertonet, leiðarvísi að fjölbreytileika, jafnræði og inngildingu á vinnustað. Samhliða smíðinni verður áhugaverð dagskrá í streymi, þar sem þú getur fylgst með framvindunni og fengið innblástur.


Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, mun opna dagskrá streymisins og veita okkur byr undir báða vængi í verkefninu sem framundan er.




Nánari upplýsingar í viðburði á Facebook (þar sem verður hægt að nálgast slóð í streymi og smíðina).


Hvað er Playbook Vertonet:

Leiðarvísirinn er í smíðum og verður ókeypis og galopið verkfæri til að auðvelda fyrirtækjum og stjórnendum í upplýsingatækni að stíga markviss skref í átt að inngildandi vinnustaðamenningu. Við trúum því að inngildandi vinnustaðamenning auki líkur á að stelpur, konur og kvár líti á upplýsingatækni sem fýsilegan kost fyrir sig, og endist lengur í geiranum.


Hvað mun Playbook Vertonet innihalda:

Þetta verður hagnýtt verkfæri fyrir fólk sem vill stuðla að jafnrétti, fjölbreytileika og inngildingu á sínum vinnustað - stútfullt af góðum ráðum og reynslusögum. Playbook Vertonet er kaflaskipt eftir ferðalagi starfsfólks eða “employee journey”, frá ráðningu að starfslokum. Hver kafli er eins uppbyggður og mun innihalda góð ráð, tékklista, mælikvarða, reynslusögur og hlekki í rannsóknir, fleiri verkfæri og ítarefni. Beinagrindin er til, nú setjum við kjöt á beinin saman!


Hvað á ég að gera?

Þú getur verið með í streyminu allan tímann, eða rekið inn nefið þegar þér hentar og tekið þátt í stutta stund. Þú mátt henda inn pælingum, reynslusögu, texta, sniðmátum sem þú vilt deila og allskonar hlekkjum. Þú þarft EKKI að hafa áhyggjur af að fínpússa. Það verður gert í kjölfarið. Aðaláherslan í þessari rafrænu “buildathoni” er að safna inputti frá sem allra flestum, bæði fólki með reynslu af því að vinna í upplýsingatækni og líka sérfræðingum í mannauðsmálum, jafnréttismálum og inngildingu.





76 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page