Í vor hófst átaksverkefni Vertonet, menntastofnanna, fyrirtækja og hagsmunasamtaka í upplýsingatækni um að auka nýliðun kvenna í greininni. Vertonet hefur tryggt verkefninu fjármögnun í samstarfi við 20 fyrirtæki sem starfa í upplýsingatækni.
Verkefnastjóri hefur fengið það verkefni í hendurnar að finna leiðir til að auka nýliðun kvenna í upplýsingatækni í samstarfi við stýrihóp sem skipaður verður úr hópi fulltrúa þátttakenda í verkefninu.
Rósa Stefánsdóttir hefur tekið að sér að stýra verkefninu í samstarfi við stýrihópinn og stjórn Vertonet. Rósa hefur viðamikla reynslu af vefþróun og stafrænni vegferð, var stofnandi og framkvæmdastjóri Sendiráðsins, sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá Blue Lagoon og markaðsstjóri Verna. Síðustu ár hefur Rósa verið sjálfstætt starfandi við ráðgjöf í stafrænni framtíð fyrirtækja og markaðssetningu, auk sér áherslu á vefverslun og sölu á netinu. Rósa hefur unnið fyrir fjölmörg stór fyrirtæki og sveitarfélög gegnum tíðina og allmarga vaxtarsprota í íslensku viðskiptalífi. Rósa hefur reynslu af því að starfa fyrir hagsmunasamtök en hún var formaður Samtaka vefiðnaðarins um árabil.
„Við hjá Vertonet erum virkilega spenntar fyrir því að fá Rósu með okkur í lið, hún kemur inn með frábæra reynslu og ferskan huga hvernig við getum aukið nýliðun kvenna í upplýsingatækni. Við hlökkum til samstarfsins og hvert hún mun leiða verkefnið í samstarfi við stýrihópinn og okkur í stjórninni“ segir Guðrún Helga formaður Vertonet.
„Ég fagna þessu verkefni alveg stórkostlega, það er tími til kominn að tækniheimurinn og atvinnulífið sameinist í kringum þetta verðuga verkefni. Það er alveg ljóst að tæknin er það sem mun móta framtíðina okkar og allir hópar samfélagsins eiga að koma að því borði og hafa jöfn tækifæri. Ég er er gríðarlega spennt fyrir þessu starfi og hlakka til að eiga samstarf með þessum framúrskarandi einstaklingum og fyrirtækjum“ segir Rósa Stefánsdóttir.
Næstu skref eru að skipa stýrihóp og bóka fyrsta fund með tengiliðum þátttakenda. Við viljum þakka þátttakendum sérstaklega fyrir stuðninginn, án ykkar hefði þetta ekki verið hægt og við hlökkum til samstarfsins.
Þátttakendur verkefnisins eru:
Comments