top of page

Lena Dögg ráðin verkefnastjóri átaksverkefnis Vertonet

Fyrirtæki og menntastofnanir taka höndum saman til að auka hlut kvenna í upplýsingatækni 


Lena Dögg Dagbjartsdóttir  


Fyrirtæki og menntastofnanir taka höndum saman til að auka hlut kvenna í upplýsingatækni 

 

Síðastliðið ár hefur Vertonet staðið fyrir átaksverkefni með því markmiði að auka hlut kvenna í upplýsingatækni á Íslandi. Um að ræða samstillt átak atvinnulífsins og menntastofnana en nú hafa 21 fyrirtæki, menntastofnanir og félög tekið höndum saman til þess að vinna áfram að þessu markmiði.

 

Lena Dögg Dagbjartsdóttir mun leiða loka fasa átaksverkefnisins, sem felur í sér að koma skilgreindum aðgerðum í framkvæmd í samstarfi við styrktar- og stuðningsaðila. Lena Dögg hefur margra ára reynslu af verkefnastjórnun og er menntuð sem kennari, náms- og starfsráðgjafi og tölvunarfræðingur. Lena Dögg hefur einnig áður starfað fyrir ýmis hagsmunasamtök, en hún sat í Fræðslunefnd Félag náms- og starfsráðgjafa, einnig var hún í stjórn Hugpró og þar af 3 ár sem formaður.

 

Við erum virkilega ánægð með þessa ráðningu og er mikill fengur fyrir verkefnið að fá Lenu Dögg með okkur í lið. Það er mikil spenna fyrir þessum lokahnykk í verkefninu og að byrja að framkvæma þær aðgerðir sem voru skilgreindar í fyrsta fasa til að auka hlut kvenna í tækni á Íslandi. Við erum sannfærð um að Lena muni keyra þetta með krafti“ segir Guðrún Helga formaður Vertonet.

 

Ég hlakka til að taka þátt í því að fræða öll um hvað tækni er fjölbreytt, frábær og skemmtileg!“ segir segir Lena Dögg Dagbjartsdóttir.

 

Afhverju er þörf á að fjölga konum í tækni?

Konur eru einungis fjórðungur þeirra sem starfa í upplýsingatækni á Íslandi og útskriftarhlutfall úr skólum sem bjóða upp á tækninám lægra eða svipað. Tækni og hugverkaiðnaður er stoð í íslensku atvinnulífi og talið er að það vanti 9.000 sérfræðinga í hugverkaiðnað á næstu árum ef vaxaráform fyrirtækja í þeim iðnaði eigi að ganga eftir. Með því að auka þátttöku kvenna í tækni og hugverkaiðnaði er hægt komast nær því að brúa bilið. Tækniþróun er á fleygiferð og við viljum að fjölbreyttur hópur komi að því að móta framtíðina. Þátttakendur í átaksverkefni Vertonet 2024 eru:
Vísir fjallaði um málið hér:

215 views0 comments

Recent Posts

See All

ความคิดเห็น


bottom of page