top of page

Aðalfundur Vertonet & framboð til stjórnar

Updated: Nov 23, 2023

Aðalfundur Vertonet verður haldinn hátíðlega þann 8. júní í húsnæði Origo. Dagskrá fundarins er eftirfarandi:


Kosning fundarstjóra og fundarritara

  1. Skýrsla stjórnar lögð fram

  2. Reikningar lagðir fram til samþykktar

  3. Lagabreytingar

  4. Ákvörðun félagsgjalds

  5. Kosning stjórnar

  6. Önnur mál


 

Frambjóðendur til stjórnar Vertonet 2023-2025

Fjórar stjórnarkonur munu ljúka stjórnarsetu sinni á aðalfundinum og óskum við því eftir framboðum í stjórn Vertonet 2023-2025. Einnig verða tveir varamenn kjörnir til eins árs, gefið að lagabreytingatillaga þess efnis verði samþykkt. Allir meðlimir sem mæta á aðalfund hafa atkvæðisrétt.
Anna Kristín Agnarsdóttir

Compliance Consultant


Anna Kristín heiti ég og vil bjóða mig fram í stjórn Vertonet. Ég starfa sem Compliance Consultant hjá Crayon Iceland og hef brennandi áhuga á að auka fjölbreytileikann í tæknigeiranum og tengja lögfræðina meira inn. Ég er með B.Sc. gráðu í viðskiptalögfræði og meistaragráðu í Lögfræði. Að mínu mati á Vertonet sem félag fullt inni og ég tel að styrkleikarnir mínir myndu koma að góðum notum í stjórn félagsins. Ég er hugmyndarík, forvitin, úrræðagóð, með mikinn drifkraft og metnað fyrir að skila góðu verki. Ég bý yfir mörgum hugmyndum og miklum spenning um hvernig hægt sé að auka sýnileika samtakanna og sömuleiðis efla þau. Það væri því mikill heiður að fá að sitja í stjórn félags sem hefur það að markmiðið að fjölga konum í tæknigeiranum, bjóða upp á fræðslu og skipuleggja viðburði sem styrkja tengslanetið okkar. Ég vona það að þið getið lagt traust ykkar til mín og er spennt fyrir því að vera enn virkari meðlimur í félaginu. María Rán Ragnarsdóttir

Forstöðumaður Framlínuþjónustu hjá OK (Opin Kerfi)


Ég er María Rán og býð mig fram í stjórn Vertonet. Ég starfa sem Forstöðumaður Framlínuþjónustu hjá OK og brenn fyrir því að auka fjölbreytileikann í upplýsingatækni. Ég er Verkfræðingur með Meistaragráðu í nýsköpun og stjórnun frá Chalmers, tækniháskólanum í Gautaborg.

Ég er jákvæð, drífandi og með gríðarlegan áhuga á fólki og nýsköpun. Ég hef hvatt Vertonet af hliðarlínunni en langar núna að leggja mín lóð á vogarskálarnar. Yfir 10 ára reynsla af stjórnun í tæknigeiranum hefur sannfært mig að árangur náist með inngildandi menningu og auknum fjölbreytileika. Þannig sköpum við öruggt umhverfi fyrir allar hugmyndir og skoðanir sem leiðir af sér aukna nýsköpun. Ég vil bjóða fram mína reynslu og þekkingu til að gera upplýsingatæknigeirann aðlaðandi fyrir öll kyn að sjá fyrir sér sem framtíðarstarfsvettvang, og þar er Vertonet í sóknarstöðu.

Vonandi næ ég kjöri, en óháð því hlakka ég til fleiri framsækinna viðburða og verkefna með Vertonet. Maggý Möller

Verkefna- og vörustjóri


Ég vil láta til mín taka fyrir hönd Vertonet næstu misseri og býð mig því fram til stjórnarsetu. Mér er lýst sem kröftugri, eldklárri og skynsamri konu sem kallar ekki allt ömmu sína og er óhrædd við að takast á við stóru málin og leysa þau. Ég er tölvunarfræðingur í grunninn og með meistaragráðu í verkefnatjórnun og starfa sem verkefna- og vörustjóri hjá hugbúnaðarfyrirtæki í Reykjavík. Mín helsta ábyrgð er að stýra innleiðingu og sölu á ýmiskonar hugbúnaðarlausnum og hugbúnaðarsvítum sem fyrirtækið er með á sínum vegum. Ég stýri markaðssetningu, bæði í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum og nýjasta verkefnið mitt á vegum markaðsetningar er myndband af skrifstofuhundi fyrirtækisins sem er að gera gott mót og hefur fengið þúsundir áhorfa. Ég brenn fyrir nýsköpun, tækni og einnig forvörslu vintage Mid-century Modern húsgagna. Í frístundum fer ég á uppistönd, tónleika og leikhús og hef gaman af því að lesa góðar bækur.


 Harpa Karen Sævarsdóttir

Hugbúnaðarprófari hjá Advania / meistaranemi í verkefnastjórnun


Ég heiti Harpa Karen og hef áhuga að bjóða mig fram í stjórn Vertonet. Ég útskrifaðist með B.Sc. Í viðskiptafræði árið 2019 frá HÍ og er núna í meistaranámi í verkefnastjórnun í sama skóla. Ég hóf störf hjá Advania sem hugbúnaðarprófari og Scrum Master fyrr í þessum mánuði en áður starfaði ég hjá dk Hugbúnaði sem Sérfræðingur viðskiptalausna. Ég hef mikinn áhuga á upplýsingatækni og vil auka þátttöku kvenna í þessum geira. Ég tel það vera mikilvægt að konur standi saman í tæknigeiranum og hvetji hvor aðra áfram.
 Karítas Ólafsdóttir

Software Engineer


Ég er tölvunarfræðingur úr HR og hef starfað í tæknigeiranum frá árinu 2016, fyrst hjá Meniga og síðustu þrjú ár hjá Lucinity sem forritari. Mér finnst ótrúlega mikilvægt að efla sýnileika kvenna í tæknigeiranum og auka fjölbreytileika í greininni. Ég hef fylgst með flottu starfi Vertonet síðastliðin ár og séð að það skiptir máli að konur hafi vettvang til þess að efla tengslanet sitt og hvetja hverja aðra áfram. Mig langar því til þess að leggja mitt af mörkum í því góða starfi sem Vertonet vinnur og tel að ég hafi mikið fram að færa þar. 


Edit Ómarsdóttir

Deildarstjóri - AdvaniaKæru Vertonet félagar. Að ýta undir sýnileika kvenna og kvár í upplýsingatækni og tæknigeiranum er eitthvað sem ég hef brunnið fyrir síðastliðin ár. Margt hefur áunnist á undanförnum árum en við eigum þó enn langt í land. Þegar ég tala um sýnileika þá á ég við sýnileika í fjölmiðlum, samfélagsmiðlum sem og stjórnum upplýsingatækni fyrirtækja. Vertonet eru félagasamtök sem vinna mikilvægt starf þegar kemur að tengslamyndun, fræðslu og stuðningi og vil ég leggja mitt lóð á vogarskálarnar með framboði mínu til stjórnarsetu. Með reynslu sem ráðgjafi og verkefnastjóri úr frumkvöðlaheiminum og nú sem stjórnandi í upplýsingatæknigeiranum kem ég með víðtæka reynslu, þekkingu og tengslanet sem ég veit að mun hafa góð áhrif á félagsstarfið.

118 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page