top of page

Ásdís Eir ráðin driffjöður


Ásdís Eir ráðin driffjöður - lokafasi átaksverkefnis hafinn


Ásdís Eir Símonardóttir
Ásdís Eir Símonardóttir

Stjórn Vertonet hefur tekið stefnubreytingu varðandi framvindu átaksverkefnisins. Ákveðið hefur verið að leggja niður stöðu verkefnastjóra og í staðinn fá til liðs við verkefnið öfluga talskonu og driffjöður. Markmiðið með breytingunni er að klára átaksverkefnið með auknum sýnileika, umræðu og ná fram breytingu í þágu hins betra, að fleiri konur og kvár velji sér tæknigeirann sem starfsvettvang. 


Driffjöður átaksverkefnisins er Ásdís Eir Símonardóttir. Ásdís brennur fyrir málefninu, hefur víðtæka reynslu af mannauðsmálum og stjórnendaráðgjöf og sat einnig í fyrsta stýrihóp átaksverkefnisins. Stjórnin er virkilega ánægð að hafa fengið Ásdísi með okkur í lið í lokahnykkinn sem snýr að því að vekja athygli á vandamálinu, skapa sýnileika og lyfta upp þeim aðgerðum sem komnar eru af stað. 


Við hlökkum til samstarfsins við Ásdísi Eiri og erum full tilhlökkunar að klára lokafasa verkefnisins.

44 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page