top of page

UM vertonet

Vertonet

  • Vertonet eru samtök allra kvenna sem starfa í upplýsingatæknigeiranum á Íslandi.  Samtökin eru drifin af styrkjum úr hinum ýmsu áttum og fara þar fremst í flokki mörg af stærstu upplýsingatæknifyrirtækjum á Íslandi. Þannig getum við boðið upp á öflugt starf fyrir konur þeim að kostnaðarlausu.

Markmið

  • Markmið okkar er að skapa vettvang fyrir konur í margvíslegum störfum innan atvinnugreinarinnar til þess að tengjast, fræðast, styðja hver aðra og síðast en ekki síst að fjölga konum í geiranum.

Helstu verkefni

  • Hvatningardagur, þar sem viðurkenningar verða veittar til kvenna og fyrirtækja sem skara fram úr.

  • Fræðslufundir í samstarfi við bakhjarla, skóla og önnur félagasamtök

  • Árleg könnun á hlutfalli kvenna innan upplýsingatæknisviðsins

bottom of page