
Átak Vertonet
Vertonet stendur fyrir átaksverkefni til þess að auka nýliðun kvenna í upplýsingatækni. Fyrirtæki, menntastofnanir og samtök geta tekið þátt í því með því að:
-
Stuðla að fjölbreyttri ímynd upplýsingatækninnar og taka þátt í að breyta staðalímynd tæknistarfa.
-
Styðja við starf Vertonet með því að taka þátt í árlegri könnun Vertonet og Intellecta um stöðu kvenna í upplýsingatækni.
-
Styðja við átakið að auka nýliðun kvenna í upplýsingatækni með því að.
-
Tilnefna tengilið fyrir átakið og mögulegan fulltrúa í stýrihóp átaksins. Stýrihópur mótar verkefnið áfram og ræður verkefnastjóra í tímabundið hlutverk hjá Vertonet sem ábyrgðaraðila átaksins.
-
Taka þátt í að að fjármagna starf tímabundins verkefnastjóra. Fyrirtæki greiða hlutfallslega í samræmi við fjölda starfsfólks. Lengd átaksins ræðst af þátttöku fyrirtækja.
-
Eftirfarandi verðskrá hefur verið samþykkt fyrir átaksverkefnið og verður fjármagnið nýtt til að greiða fyrir störf verkefnastjóra og önnur verkefni átaksins:
-
Fyrir fyrirtæki með 1-10 starfsmenn: 10.000 kr á mánuði
-
Fyrir fyrirtæki með 11-50 starfsmenn: 15.000 kr á mánuði
-
Fyrir fyrirtæki með 51-99 starfsmenn: 25.000 kr á mánuði
-
Fyrir fyrirtæki með 100-300 starfsmenn: 40.000 kr á mánuði
-
Fyrir fyrirtæki með 300+ starfsmenn: 75.000 kr á mánuði
-
Félagasamtök og menntastofnanir: gjaldfrjálst
Til þess að taka þátt í átakinu þarf að fylla út tengiliðaupplýsingar hér að neðan.