top of page
Frá stofnfundi VERTOnet 2018

Skapandi hugsun og tækni og AÐALFundur vertonet  
11. apríl 2019

Fundurinn er í samstarfi við VERTOnet hagsmunasamtök kvenna í upplýsingatækni. Á fundinum verður fjallað um hvernig virkja megi sköpunarkraftinn í tækni. Skoðað verður hvernig íslensk fyrirtæki geta nýtt tækni og skapandi hugsun til þess að mæta breyttum samskipta- og þjónustuleiðum. Við fáum að heyra ráð og reynslusögur frá þremur öflugum fyrirlesurum.
 

Fundurinn fer fram fimmtudaginn 11. apríl í höfuðstöðvum Advania að Guðrúnartúni 10 í Reykjavík. Við opnum dyrnar kl. 16:30 en fundurinn hefst stundvíslega kl. 17:00. Boðið verður uppá léttar veitingar. Ókeypis er á fundinn en við biðjum gesti um að skrá sig. 

Fundarstjóri er Sesselía Birgisdóttir forstöðumaður stafrænna miðla og markaðsmála hjá Advania.

Dagskrá:​

16.30 - Húsið opnar
 

17.00 - Velkomin
Elín Gränz frá VERTOnet setur fundinn


17.05 - Færðu oft góðar hugmyndir en veist ekki hvernig á að vinna þær áfram?

Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir hönnunarleiðtogi gefur okkur innsýn í hönnunarsprett (Design Sprint) og fleiri nýsköpunaraðferðir í örfyrirlestri um skapandi verkefnastjórnun. Guðrún Lilja er þekktur hönnuður, verkefnastjóri og fyrirlesari sem hefur lagt áherslu á hönnunarhugsun (Design Thinking) við hvers konar sköpun, stefnumótun og stjórnun.


17.25 - Gamlar lausnir virka ekki á ný vandamál
Þórey Vilhjálmsdóttir rágjafi hjá Capacent fjallar um hvernig nota megi design thinking aðferðafræða til þess að færa fyrirtæki inní stafrænt umhverfi með skapandi hugsun.


17.45 - Út fyrir rammann
Magga Dóra stafrænn hönnunarstjóri gefur okkur innsýn inn í það að vera skapandi kalli á það að fara út fyrir rammann. Að vera fyrir utan rammann getur hinsvegar verið mjög óþægilegt. Hún veltir fyrir sér þeirri spurningu hvort að hægt sé að neita að yfirgefa þægindarrammann.


18:05 - Hlé - léttar veitingar


18:30 - Aðalfundur VERTOnet (sjá dagskrá hér fyrir neðan)


19:00 - Teygjum á tengslanetinu

 

19:30 - Fundi lýkur

Aðalfundur VERTOnet verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl kl. 18.30 í húsakynnum Advania  


Dagskrá fundarins:
1.    Kosning fundarstjóra og ritara
2.    Skýrsla stjórnar
3.    Reikningar lagðir fram til samþykktar
4.    Lagabreytingar
5.    Ákvörðun um félagsgjald
6.    Kosning stjórnar
7.    Önnur mál


Þórey Vilhjálms, Guðrún Lilja og Magga Dóra munu fyrir aðalfund veita okkur innsýn í hvernig nýta megi skapandi hugsun við tækniþróun.  Ókeypis er á viðburðinn sem hefst klukkan 16.30 en nauðsynlegt er að skrá sig hérna.

Viltu vera meÐ?


Við leitum að konum í stjórn VERTOnet. Ef þú hefur áhuga sendu okkur línu á vertonet@vertonet.is
Kosning stjórnar fer fram á aðalfundi.

bottom of page