
HVATNINGARVERÐLAUN VERTONET
Hvatningardagur Vertonet er haldinn á hverju starfsári og er jafnframt stærsti viðburður samtakanna. Á viðburðinum deila frambærilegar og flottar konur úr upplýsingatækni reynslusögum, fræðandi fyrirlestrum og gefur konum tækifæri til að spegla sig á jafningjagrundvelli. Viðburðurinn er í grunninn ætlaður konum og kvám í tæknigeiranum en er opinn viðburður.
Hvatningardagurinn hefur hingað til verið haldinn frá hádegi fram á kvöld og endar dagskráin á tengslamyndun allra þeirra sem sækja viðburðinn.
Ár hvert tilnefnir Vertonet eina konu sem handhafa hvatningarverðlauna. Tilgangur verðlaunanna er að heiðra einstaklinga sem hafa stutt sérstaklega vel við málstaðinn, lagt sitt að mörkum í að auka hlut eða sýnileika kvenna í upplýsingatækni og verið fyrirmynd fyrir aðra.
Fyrrum Hvatningarverðlaunahafar
Hvatningarverðlaun 2022
Hvatningarverðlaun 2021
Hvatningarverðlaun 2019

Dröfn Guðmundsdóttir
Dröfn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Origo, hlaut Hvatningarverðlaun Vertonet 2022. Dröfn og Origo hafa lagt sitt af mörkum í að gera tæknigeirann eftirsóknarverðari fyrir konur, fjölgað konum í tæknistörfum og stuðlað að fjölbreytileika innan geirans. Dröfn hefur sýnt í orði og borði hversu megnug hún er og hversu mikinn áhuga hún hefur fyrir því að hjálpa konum að öðlast framgöngu í sínu starfi innan tæknigeirans. Hún hefur búið til stefnu hjá sínu fyrirtæki sem miðar að því konum verði fjölgað í almennum störfum sem og stjórnunarstörfum og það hefur virkilega skilað árangri

Dr. Margrét Vilborg Bjarnadóttir
Margrét hefur leitt PayAnalytics frá því að hún fékk hugmyndina, vinnur að tækniþróun og stjórnar samskiptum við viðskiptavini. Margrét er með próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands, doktorspróf í aðgerðargreiningu frá MIT og er dósent við Viðskiptaháskólann University of Maryland. Margrét Vilborg var ein af tíu sem voru tilnefnd til verðlaunanna Framúrskarandi ungir Íslendingar árið 2017 og hlaut aðalverðlaun Global Women Inventors & Innovators Network í júní 2019 fyrir starf sitt með PayAnalytics. Árið 2019 var Margrét valin Háskólakona ársins af Félagi háskólakvenna.

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Jóhanna Vigdís tók við hlutverki framkvæmdastjóra Almannaróms, miðstöðvar um máltækni árið 2018 en fyrirtækið er sjálfseignarstofnun um eflingu máltæknilausna fyrir íslensku og vinnur að því að tryggja að íslenskan standi jafnfætis öðrum tungumálum í tækniheiminum. Áður en hún hóf störf hjá Almannaróm hefur hún starfað sem framkvæmdastjóri atvinnu- og alþjóðatengsla hjá Háskólanum í Reykjavík ásamt því að hafa staðið fyrir uppbyggingu atvinnulífstengsla hjá skólanum.
Hún hefur margsinnis sýnt sig sem fyrirmynd og gegnt stjórnendastöðum við Listahátíð í Reykjavík, hjá Straumi fjárfestingabanka, Deloitte og Borgarleikhúsinu. Jóhanna Vigdís lauk AMP gráðu hjá IESE Business School í Barcelona árið 2015, MBA námi frá HR árið 2005 og meistaraprófi frá Háskólanum í Edinborg árið 2003.

Sesselja Vilhjálmsdóttir
Sesselja Vilhjálmsdóttir lauk grunnnámi sínu í hagfræði við Florida International University - College of Business og mastersnámi í Markaðsfræði við Háskólann í Reykjavík. Hún er framkvæmdastjóri og stofnandi Tagplay með umfangsmikla reynslu og þekkingu af ýmiskonar frumkvöðlastarfsemi.